Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 19:04 Danska markamaskínan Pernille Harder fagnar marki sínu gegn Frankfurt í kvöld. Getty/Alexander Hassenstein Bayern München og Frankfurt gerðu 1-1 jafntefli í hörkuleik í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Stigið dugar Bayern til að jafna Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur, á toppi deildarinnar. Glódís kom í veg fyrir mark Frankfurt með ævintýralegri tæklingu í leiknum en átti einnig sína sök á markinu sem Frankfurt skoraði, eins og sjá má í myndbandi af helstu atvikum hér að neðan. Glódís var að vanda í vörn Bayern og með fyrirliðabandið, í þessum fyrsta leik eftir landsleikina í Bandaríkjunum og afhendingu Gullboltans, þar sem í ljós kom að Glódís hefði orðið efst miðvarða í kjörinu og í 22. sæti alls yfir bestu knattspyrnukonur heims. Bayern fékk kjörið tækifæri til að komast yfir strax á þriðju mínútu í kvöld en hin enska Georgia Stanway náði ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk. Glódís var svo ógnandi eftir hornspyrnu skömmu síðar en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Bayern komst hins vegar yfir eftir aðra hornspyrnu, á 34. mínútu, þegar hin danska Pernille Harder losaði sig við varnarmann og mætti á fjærstöng. Laura Freigang virtist ætla að jafna metin fyrir Frankfurt á 50. mínútu en Glódís renndi sér þá frábærlega fyrir boltann, á síðustu stundu. Bayern fékk færin til að komast í 2-0 en nýtti þau ekki og Frankfurt náði að jafna metin þegar Glódís tapaði návígi við Etonam-Nicole Anyomi, sem komst þar með ein gegn markverði og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Þetta gerir toppbaráttuna í Þýskalandi æsispennandi en Wolfsburg og Bayern eru með 19 stig og jafngóða markatölu, eftir átta umferðir. Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, er svo í 3. sæti með 18 stig og Frankfurt í 4. sæti með 17 stig. Þýski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Glódís kom í veg fyrir mark Frankfurt með ævintýralegri tæklingu í leiknum en átti einnig sína sök á markinu sem Frankfurt skoraði, eins og sjá má í myndbandi af helstu atvikum hér að neðan. Glódís var að vanda í vörn Bayern og með fyrirliðabandið, í þessum fyrsta leik eftir landsleikina í Bandaríkjunum og afhendingu Gullboltans, þar sem í ljós kom að Glódís hefði orðið efst miðvarða í kjörinu og í 22. sæti alls yfir bestu knattspyrnukonur heims. Bayern fékk kjörið tækifæri til að komast yfir strax á þriðju mínútu í kvöld en hin enska Georgia Stanway náði ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk. Glódís var svo ógnandi eftir hornspyrnu skömmu síðar en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Bayern komst hins vegar yfir eftir aðra hornspyrnu, á 34. mínútu, þegar hin danska Pernille Harder losaði sig við varnarmann og mætti á fjærstöng. Laura Freigang virtist ætla að jafna metin fyrir Frankfurt á 50. mínútu en Glódís renndi sér þá frábærlega fyrir boltann, á síðustu stundu. Bayern fékk færin til að komast í 2-0 en nýtti þau ekki og Frankfurt náði að jafna metin þegar Glódís tapaði návígi við Etonam-Nicole Anyomi, sem komst þar með ein gegn markverði og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Þetta gerir toppbaráttuna í Þýskalandi æsispennandi en Wolfsburg og Bayern eru með 19 stig og jafngóða markatölu, eftir átta umferðir. Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, er svo í 3. sæti með 18 stig og Frankfurt í 4. sæti með 17 stig.
Þýski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann