Auk Arons eru þeir Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Guðjónsson meiddir. Í þeirra stað koma Arnar Freyr Arnarsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Birgir Már Birgisson inn í íslenska hópinn.
Birgir, sem er 25 ára hægri hornamaður, hefur ekki verið valinn í landsliðið áður. Hann hefur leikið með FH síðan 2018.
Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið og Georgíu í Tíblisi á sunnudaginn. Um er að ræða fyrstu leiki Íslendinga í undankeppni EM 2026.
Í dag var greint frá því að íslenska liðið myndi mæta Svíþjóð í tveimur leikjum fyrir heimsmeistaramótið í janúar.