Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins Tass féll stelpan á lyfjaprófi sem tekið var í maí í fyrra en það var þó ekki gert opinbert fyrr en nú í haust.
„Íþróttakonan hefur ekki getað útskýrt hvernig hið bannaða efni endaði í líkama hennar,“ sagði talsmaður rússneska lyfjaeftirlitsins við Tass.
Samkvæmt miðlinum er stúlkan, sem ekki er nafngreind, sú yngsta í sögu rússneskra íþrótta til þess að fá keppnisbann. Hún var dæmd í bann fram í maí 2027.
Notkun ólöglegra lyfja hefur lengi verið stórt vandamál í rússneskum íþróttum og á síðustu árum hefur vandamálið reynst útbreiddara hjá yngri iðkendum.
Frægasta dæmið er skautastjarnan Kamila Valieva sem var bara 15 ára gömul á Vetrarólympíuleikunum í Peking, árið 2022, þegar hún var dæmd í fjögurra ára keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun.
Tass segir að alls séu 17 rússneskir íþróttamenn núna í banni sem þeir voru dæmdir í áður en þeir náðu 18 ára aldri.