Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 23:01 Bruno Fernandes styður sig við hornfánann, í leiknum við Chelsea í dag. Getty/Carl Recine Bruno Fernandes skoraði loks í dag sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, í fyrsta deildarleiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann kennir sjálfum sér um brottreksturinn. Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy. Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Sjá meira
Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy.
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Sjá meira