Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:35 Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkominn dag í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, fékk þann heiður að afhenda henni verðlaunin. @ewfsport Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni. Lyftingar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni.
Lyftingar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira