Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 10:32 Jürgen Klopp byrjar í nýja starfinu í janúar en hann segist elska öll gömlu félögin sín. Getty/ Bernd von Jutrczenka Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund. Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira