Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 10:32 Jürgen Klopp byrjar í nýja starfinu í janúar en hann segist elska öll gömlu félögin sín. Getty/ Bernd von Jutrczenka Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund. Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn