Innlent

Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja rof á þjónustu hafa áhrif á þroska barnanna. Rætt verður við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við íslenskan kennara, sem býr á svæði sem fór hvað verst út úr hamfaraflóðum á Spáni, sem segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar frá í gær. Um þrjátíu bílar hafa hlaðist upp við heimili hennar.

Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, kemur í myndver og rýnir aðeins í stöðuna í efnahagsmálum. Verðbólga hjaðnar milli mánaða og von er á vaxtaákvörðun frá Seðlabankanum eftir þrjár vikur.

Við kíkjum á Hrekkjavökuóperu í Elliðaárdalnum í beinni útsendingu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×