Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2024 09:04 Vilija Blinkeviciute, leiðtogi litháískra Jafnaðarmanna, fagnaði í gær. AP Jafnaðarmannaflokkurinn í Litháen, sem hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Kristilegir demókratar, með formanninn Gabrielius Landsbergis í broddi fylkingar, hefur viðurkennt ósigur. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn í Litháen hafa Jafnaðarmenn tryggt sér 52 þingsæti þegar búið er að telja um 99 prósent atkvæða, en alls á 141 þingmaður sæti á þinginu. Kristilegir demókratar hafa á sama tíma tryggt sér 28 þingsæti. Í frétt DW segir að kosningabaráttan hafi að stórum hluta snúist um stríðið í Úkraínu og aukinn framfærslukostnað almennings. Vilija Blinkeviciute, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að hún telji að Jafnaðarmenn muni ná að mynda meirihluta á þinginu með öðrum flokkum – Fyrir Litháen, Bændaflokknum og Græningjum. Hún segir niðurstöður kosninganna sýna fram á að Litháar, hvort sem þeir búi í stórborgum eða landsbyggð, vilji breytingar. Hún stefni sjálf að því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Í Litháen fara þingkosningar þannig fram að helmingur þingsins er valinn í hlutfallskosningum og hinn helmingurinn er valinn í öðrum kosningum þar sem kosið er milli tveggja efstu innan kjördæmis. Fyrri umferð kosninganna fóru fram 13. október síðastliðinn. Ingrida Šimonytė hefur verið forsætisráðherra landsins frá árinu 2020. Vinsældir stjórnar hennar hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár, sér í lagi vegna óánægju almennings með háar verðbólgutölur, ýmis pólitísk hneykslismál og sömuleiðis hvernig brugðist var við í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Litháen Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn í Litháen hafa Jafnaðarmenn tryggt sér 52 þingsæti þegar búið er að telja um 99 prósent atkvæða, en alls á 141 þingmaður sæti á þinginu. Kristilegir demókratar hafa á sama tíma tryggt sér 28 þingsæti. Í frétt DW segir að kosningabaráttan hafi að stórum hluta snúist um stríðið í Úkraínu og aukinn framfærslukostnað almennings. Vilija Blinkeviciute, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að hún telji að Jafnaðarmenn muni ná að mynda meirihluta á þinginu með öðrum flokkum – Fyrir Litháen, Bændaflokknum og Græningjum. Hún segir niðurstöður kosninganna sýna fram á að Litháar, hvort sem þeir búi í stórborgum eða landsbyggð, vilji breytingar. Hún stefni sjálf að því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Í Litháen fara þingkosningar þannig fram að helmingur þingsins er valinn í hlutfallskosningum og hinn helmingurinn er valinn í öðrum kosningum þar sem kosið er milli tveggja efstu innan kjördæmis. Fyrri umferð kosninganna fóru fram 13. október síðastliðinn. Ingrida Šimonytė hefur verið forsætisráðherra landsins frá árinu 2020. Vinsældir stjórnar hennar hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár, sér í lagi vegna óánægju almennings með háar verðbólgutölur, ýmis pólitísk hneykslismál og sömuleiðis hvernig brugðist var við í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Litháen Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira