Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 09:01 Magnús Páll og Ómar á þaki Land Roversins. Ógleymanlegt kvöld í Fossvoginum. Vísir/KTD Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni. Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira