Innlent

Einar Bárðar­son í öðru sæti Fram­sóknar í Reykja­vík suður

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Einar Bárðarson er meðal annars formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands og hlaðvarpstjórnandi.
Einar Bárðarson er meðal annars formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands og hlaðvarpstjórnandi. Vísir/Vilhelm

Einar Bárðarson, landsfrægur lagahöfundur og umboðsmaður, sem nú er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands, verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi.

Þetta herma heimildir Vísis, en Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fundar nú á Nauthóli þar sem verið er að samþykkja lista flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður flokksins og viðskipta- og menningarmálaráðherra leiðir listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×