Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2024 11:50 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, bendir á að þing hafi verið rofið og setur spurningamerki við umboð starfsstjórnar. Vísir/Vilhelm Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
„Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira