Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 09:17 Jón Gunnarsson ætlar að fara inn í matvælaráðuneytið og ganga frá málum sem hann segir vinstri græn hafa vanrækt. Fulltrúar sjávarútvegs, bænda og garðyrkjubænda hafi þegar sett sig í samband við hann eftir að spurðist að hann yrði fulltrúi ráðherra þar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jón, sem tekur fimmta sæti á listanum í Suðvesturkjördæmi, að koma þyrfti fjölda mála í höfn sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hefðu vanrækt. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Jón svaraði því ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur á þeim rúma mánuði sem er til kosninga í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vissi ekki hvort að einhverjar umsóknir um hvalveiðar lægju fyrir í ráðuneytinu en ráðherra bæri skylda til þess að afgreiða þær umsóknir samkvæmt lögum. „Við munum bara skoða það. Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigi ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Ekkert eitt mál væri í forgangi hjá honum í ráðuneytinu en hvalveiðar væru klárlega eitt þeirra mála sem yrði skoðað ef umsóknir kæmu fram. Augljóst að vinstri græn séu á móti verðmætasköpun Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Miðflokkur og Lýðræðisflokkur höfðu samband Varðandi framboðsmál sín sagðist Jón hafa fengið símtöl og skilaboð frá öðrum flokkum, meðal annars Miðflokki og Lýðræðisflokki, eftir að hann varð undir í samkeppni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, varaformann flokksins, um annað sætið í Suðvesturkjördæmi á sunnudag. Hann hefði ekki svarað því hann vissi hvert erindi þeirra væri. Aldrei hefði komið til greina að hann byði sig fram fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Gaf hann lítið fyrir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins flyðu nú yfir til Miðflokksins því þeir teldu síðarnefnda flokkinn fylgja betur sjálfstæðisstefnunni. „Þeir tala hátt,“ sagði Jón um miðflokksmenn en rifjaði jafnframt upp að þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru saman í ríkisstjórn frá 2013 til 2016 hafi þeir Sigmundur átt í stöðugri baráttu um orkumál. Gaf Jón í skyn að vandamál í orkumálum nú hefðu getað verið leyst ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Sigmundar á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jón, sem tekur fimmta sæti á listanum í Suðvesturkjördæmi, að koma þyrfti fjölda mála í höfn sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hefðu vanrækt. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Jón svaraði því ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur á þeim rúma mánuði sem er til kosninga í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vissi ekki hvort að einhverjar umsóknir um hvalveiðar lægju fyrir í ráðuneytinu en ráðherra bæri skylda til þess að afgreiða þær umsóknir samkvæmt lögum. „Við munum bara skoða það. Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigi ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Ekkert eitt mál væri í forgangi hjá honum í ráðuneytinu en hvalveiðar væru klárlega eitt þeirra mála sem yrði skoðað ef umsóknir kæmu fram. Augljóst að vinstri græn séu á móti verðmætasköpun Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Miðflokkur og Lýðræðisflokkur höfðu samband Varðandi framboðsmál sín sagðist Jón hafa fengið símtöl og skilaboð frá öðrum flokkum, meðal annars Miðflokki og Lýðræðisflokki, eftir að hann varð undir í samkeppni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, varaformann flokksins, um annað sætið í Suðvesturkjördæmi á sunnudag. Hann hefði ekki svarað því hann vissi hvert erindi þeirra væri. Aldrei hefði komið til greina að hann byði sig fram fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Gaf hann lítið fyrir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins flyðu nú yfir til Miðflokksins því þeir teldu síðarnefnda flokkinn fylgja betur sjálfstæðisstefnunni. „Þeir tala hátt,“ sagði Jón um miðflokksmenn en rifjaði jafnframt upp að þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru saman í ríkisstjórn frá 2013 til 2016 hafi þeir Sigmundur átt í stöðugri baráttu um orkumál. Gaf Jón í skyn að vandamál í orkumálum nú hefðu getað verið leyst ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Sigmundar á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira