Símon veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 13:46 Símon var ekki hrifinn af sýningu Þjóðleikhússins. Hann segir fléttuna þunnan þrettánda, eiginlega vissi hann ekki hvort hann átti að hlæja eða gráta. Aðrir gagnrýnendur svo sem Nína Hjálmarsdóttir á RÚV og Þorgeir Tryggvason eru hrifin en Hlín Agnarsdóttir er með dularfulla umsögn. facebook/þjóðleikhúsið Eltum veðrið er ný sýning Þjóðleikhússins og er óhætt að segja að hún hafi hlotið blendnar viðtökur. Símon Birgisson, kennari í Hafnarfirði og nýráðinn gagnrýnandi Viðskiptablaðsins, skefur ekki af því í nýjum dómi: „Eltum veðrið er innantóm skemmtun sem nær ekki flugi vegna lélegrar persónusköpunar og vöntunar á listrænni sýn. Góður leikstjóri hefði mögulega getað stoppað í götin en hér eru völdin í höndum leikara sem virðast ekki vita hvort þeir séu staddir í Þjóðleikhúsinu eða auglýsingum fyrir Víkurverk (sem samkvæmt leikskrá er einn af styrktaraðilum sýningarinnar).“ Svo hefst tæpitungulaus tveggja stjörnu dómur Símons sem segir í lokin að hann voni að leikstjórarnir skili betri sýningum til áhorfenda. „Við eigum meira skilið af Þjóðleikhúsinu en þetta.“ Fléttan þunnur þrettándi Símon hefur fjallað um leiklist í Kastljósi fyrir margt löngu en stimplar sig nú inn sem einn af grimmari gagnrýnendum sem hafa haldið um penna og fjallað um leiksýningar. Hann segir ósanngjarnt að segja sýninguna með öllu ófyndna og að áhorfendur virðist hafa skemmt sér vel. En fléttan sé þunnur þrettándi. „Verkið gengur í raun út á einn langan brandara um öskuna af Dóru sem Guðrún nappaði af heimili Hjálmars til að halda minningarathöfn um Dóru á tjaldsvæðinu.“ Símon segir að þá sé sami brandarinn endurtekinn aftur og aftur. „Stefán fær öskuna yfir sig, henni er dreift í drykki, ryksugað, blandað í kryddkrukku og svo framvegis. Í lok verksins er brandarinn endurtekinn enn einu sinni og nú með tilvísun í hina frábæru mynd The Big Lebowski. Ef þú heldur að góð vísa sé aldrei of oft kveðin hefurðu rangt fyrir þér.“ Sýningin hefur hlotið allgóða dóma bæði á RÚV hjá Nínu Hjálmarsdóttur og svo smellti Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi Morgunblaðsins einum þremur stjörnum á sýninguna. Hrært í kokteilnum með gervitilla Hins vegar skrifar Hlín Agnarsdóttir leikstjóri um sýninguna á Facebook-síðu sína sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en háð. Við látum skrif Hlínar fljóta hér með og lesendur geta lagt mat á það hvort Hlín sé ofsahrifin eða að hún sé hreinlega að draga sýninguna sundur og saman í nöpru háði. „Við hjónin förum ekki oft í leikhús enda er aldrei neitt þar að sjá fyrir almenning eins og okkur. En á dögunum áskotnuðust okkur tveir frímiðar í Þjóðleikhúsið og sáum þar stórkostlega leiksýningu, Eltum veðrið, sem verður lengi í minnum höfð. Og loksins, loksins, sögðum við að sýningunni lokinni, loksins kom eitthvað í leikhús allra landsmanna sem við gátum sætt okkur við. Við hjónin höfum ekki svo sjaldan elt veðrið með tjaldvagn í eftirdragi og þurft að kúldrast á einhverju tjaldstæði í hellirigningu og roki þar sem allir kamrar eru fullir af kúk eins og var svo skýrt í þessari leiksýningu. Aumingja starfsfólkið á þessum stöðum að þurfa að hreinsa allan skítinn eftir þetta útilegupakk sem heldur bara áfram að kúka í yfirfulla kamra svo allt fer á flot. Þessi leiksýnig ætti skilyrðislaust að fá Grímuna að mati okkar hjónanna, þetta var sko alvöru mynd af Íslendingum eins og þeir gerast bestir, fullir, klámfengnir og hranalegir. Við hjónin könnuðumst við svo margt sem gladdi okkur innilega, það er svo gaman að fara í leikhús og sjá sjálfan sig, sína eigin spegilmynd, til þess er leikhúsið. Skemmtilegasta senan var þegar einn ástsælasti leikari þjóðarinnar hrærði í kokteilnum hjá pakkinu á tjaldstæðinu með gervitilla sem reyndist síðar breyttist í snaga með sogskál á endanum sem hann gat hengt hattinn sinn á. Guð, hvað það var fyndið enda trylltumst við hjónin og allur salurinn og ég get svo svarið það, við migum næstum á okkur. Við hjónin gætum vel hugsað okkur að fara aftur í leikhúsið og borga sjálf okkar eigin miða bara til að sjá þetta atriði aftur. Það er ástæða til að þakka Þjóðleikhúsinu fyrir þessa alþýðlegu sýningu, þetta er það sem fólkið vill, það vill ekki neitt listasnobb og gáfumannablaður, það vill fá að hlæja og skemmta sér ærlega án þess að vera stöðugt minnt á að það þurfi að hugsa líka. Í lokin fengu áhorfendur svo að kveikja á símunum, láta þá loga eins og kertaljós og syngja með í lokalaginu. Það var hátíðleg stund sem seint mun gleymast, gott ef við táruðumst ekki bæði sem kemur ekki oft fyrir. Eftir þessa leikhúsreynslu erum við hjónin miklu opnari fyrir alvöru leiklist og aldrei að vita nema við splæsum í leikhúskort. Allir í leikhús.“ Leikhús Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira
„Eltum veðrið er innantóm skemmtun sem nær ekki flugi vegna lélegrar persónusköpunar og vöntunar á listrænni sýn. Góður leikstjóri hefði mögulega getað stoppað í götin en hér eru völdin í höndum leikara sem virðast ekki vita hvort þeir séu staddir í Þjóðleikhúsinu eða auglýsingum fyrir Víkurverk (sem samkvæmt leikskrá er einn af styrktaraðilum sýningarinnar).“ Svo hefst tæpitungulaus tveggja stjörnu dómur Símons sem segir í lokin að hann voni að leikstjórarnir skili betri sýningum til áhorfenda. „Við eigum meira skilið af Þjóðleikhúsinu en þetta.“ Fléttan þunnur þrettándi Símon hefur fjallað um leiklist í Kastljósi fyrir margt löngu en stimplar sig nú inn sem einn af grimmari gagnrýnendum sem hafa haldið um penna og fjallað um leiksýningar. Hann segir ósanngjarnt að segja sýninguna með öllu ófyndna og að áhorfendur virðist hafa skemmt sér vel. En fléttan sé þunnur þrettándi. „Verkið gengur í raun út á einn langan brandara um öskuna af Dóru sem Guðrún nappaði af heimili Hjálmars til að halda minningarathöfn um Dóru á tjaldsvæðinu.“ Símon segir að þá sé sami brandarinn endurtekinn aftur og aftur. „Stefán fær öskuna yfir sig, henni er dreift í drykki, ryksugað, blandað í kryddkrukku og svo framvegis. Í lok verksins er brandarinn endurtekinn enn einu sinni og nú með tilvísun í hina frábæru mynd The Big Lebowski. Ef þú heldur að góð vísa sé aldrei of oft kveðin hefurðu rangt fyrir þér.“ Sýningin hefur hlotið allgóða dóma bæði á RÚV hjá Nínu Hjálmarsdóttur og svo smellti Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi Morgunblaðsins einum þremur stjörnum á sýninguna. Hrært í kokteilnum með gervitilla Hins vegar skrifar Hlín Agnarsdóttir leikstjóri um sýninguna á Facebook-síðu sína sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en háð. Við látum skrif Hlínar fljóta hér með og lesendur geta lagt mat á það hvort Hlín sé ofsahrifin eða að hún sé hreinlega að draga sýninguna sundur og saman í nöpru háði. „Við hjónin förum ekki oft í leikhús enda er aldrei neitt þar að sjá fyrir almenning eins og okkur. En á dögunum áskotnuðust okkur tveir frímiðar í Þjóðleikhúsið og sáum þar stórkostlega leiksýningu, Eltum veðrið, sem verður lengi í minnum höfð. Og loksins, loksins, sögðum við að sýningunni lokinni, loksins kom eitthvað í leikhús allra landsmanna sem við gátum sætt okkur við. Við hjónin höfum ekki svo sjaldan elt veðrið með tjaldvagn í eftirdragi og þurft að kúldrast á einhverju tjaldstæði í hellirigningu og roki þar sem allir kamrar eru fullir af kúk eins og var svo skýrt í þessari leiksýningu. Aumingja starfsfólkið á þessum stöðum að þurfa að hreinsa allan skítinn eftir þetta útilegupakk sem heldur bara áfram að kúka í yfirfulla kamra svo allt fer á flot. Þessi leiksýnig ætti skilyrðislaust að fá Grímuna að mati okkar hjónanna, þetta var sko alvöru mynd af Íslendingum eins og þeir gerast bestir, fullir, klámfengnir og hranalegir. Við hjónin könnuðumst við svo margt sem gladdi okkur innilega, það er svo gaman að fara í leikhús og sjá sjálfan sig, sína eigin spegilmynd, til þess er leikhúsið. Skemmtilegasta senan var þegar einn ástsælasti leikari þjóðarinnar hrærði í kokteilnum hjá pakkinu á tjaldstæðinu með gervitilla sem reyndist síðar breyttist í snaga með sogskál á endanum sem hann gat hengt hattinn sinn á. Guð, hvað það var fyndið enda trylltumst við hjónin og allur salurinn og ég get svo svarið það, við migum næstum á okkur. Við hjónin gætum vel hugsað okkur að fara aftur í leikhúsið og borga sjálf okkar eigin miða bara til að sjá þetta atriði aftur. Það er ástæða til að þakka Þjóðleikhúsinu fyrir þessa alþýðlegu sýningu, þetta er það sem fólkið vill, það vill ekki neitt listasnobb og gáfumannablaður, það vill fá að hlæja og skemmta sér ærlega án þess að vera stöðugt minnt á að það þurfi að hugsa líka. Í lokin fengu áhorfendur svo að kveikja á símunum, láta þá loga eins og kertaljós og syngja með í lokalaginu. Það var hátíðleg stund sem seint mun gleymast, gott ef við táruðumst ekki bæði sem kemur ekki oft fyrir. Eftir þessa leikhúsreynslu erum við hjónin miklu opnari fyrir alvöru leiklist og aldrei að vita nema við splæsum í leikhúskort. Allir í leikhús.“
„Við hjónin förum ekki oft í leikhús enda er aldrei neitt þar að sjá fyrir almenning eins og okkur. En á dögunum áskotnuðust okkur tveir frímiðar í Þjóðleikhúsið og sáum þar stórkostlega leiksýningu, Eltum veðrið, sem verður lengi í minnum höfð. Og loksins, loksins, sögðum við að sýningunni lokinni, loksins kom eitthvað í leikhús allra landsmanna sem við gátum sætt okkur við. Við hjónin höfum ekki svo sjaldan elt veðrið með tjaldvagn í eftirdragi og þurft að kúldrast á einhverju tjaldstæði í hellirigningu og roki þar sem allir kamrar eru fullir af kúk eins og var svo skýrt í þessari leiksýningu. Aumingja starfsfólkið á þessum stöðum að þurfa að hreinsa allan skítinn eftir þetta útilegupakk sem heldur bara áfram að kúka í yfirfulla kamra svo allt fer á flot. Þessi leiksýnig ætti skilyrðislaust að fá Grímuna að mati okkar hjónanna, þetta var sko alvöru mynd af Íslendingum eins og þeir gerast bestir, fullir, klámfengnir og hranalegir. Við hjónin könnuðumst við svo margt sem gladdi okkur innilega, það er svo gaman að fara í leikhús og sjá sjálfan sig, sína eigin spegilmynd, til þess er leikhúsið. Skemmtilegasta senan var þegar einn ástsælasti leikari þjóðarinnar hrærði í kokteilnum hjá pakkinu á tjaldstæðinu með gervitilla sem reyndist síðar breyttist í snaga með sogskál á endanum sem hann gat hengt hattinn sinn á. Guð, hvað það var fyndið enda trylltumst við hjónin og allur salurinn og ég get svo svarið það, við migum næstum á okkur. Við hjónin gætum vel hugsað okkur að fara aftur í leikhúsið og borga sjálf okkar eigin miða bara til að sjá þetta atriði aftur. Það er ástæða til að þakka Þjóðleikhúsinu fyrir þessa alþýðlegu sýningu, þetta er það sem fólkið vill, það vill ekki neitt listasnobb og gáfumannablaður, það vill fá að hlæja og skemmta sér ærlega án þess að vera stöðugt minnt á að það þurfi að hugsa líka. Í lokin fengu áhorfendur svo að kveikja á símunum, láta þá loga eins og kertaljós og syngja með í lokalaginu. Það var hátíðleg stund sem seint mun gleymast, gott ef við táruðumst ekki bæði sem kemur ekki oft fyrir. Eftir þessa leikhúsreynslu erum við hjónin miklu opnari fyrir alvöru leiklist og aldrei að vita nema við splæsum í leikhúskort. Allir í leikhús.“
Leikhús Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira