Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 21:31 Arnhildur er fjölhæfur sérfræðingur sem brennur fyrir breytingum í borgarskipulagi, arkitektúr og byggingariðnaði. Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins. Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins.
Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52