Sport

Ör­mögnun og hamingja eftir þrek­raun Elísu og Marlenu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurvegarinn Þorleifur Þorleifsson hugar að Elísu Kristinsdóttur.
Sigurvegarinn Þorleifur Þorleifsson hugar að Elísu Kristinsdóttur. vísir/viktor freyr

Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radziszewska voru uppgefnar en ánægðar eftir heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum.

Elísa kláraði 61 hring, einum hring minna en sigurvegarinn Þorleifur Þorleifsson, og Marlena sextíu.

Óhætt er að segja að árangur þeirra Elísu og Marlenu hafi verið glæsilegur. Fyrir HM var besti árangur Elísu 56 hringir en metið hennar Marlenu voru 38 hringir.

Þær Elísa og Marlena voru skiljanlega uppgefnar eftir hlaupið. Þær hófu keppni á hádegi á laugardaginn en luku leik eftir miðnætti í nótt.

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan voru þær Elísa og Marlena báðar nánast örmagna eftir hlaupið en jafnframt sælar og sáttar með árangurinn.


Tengdar fréttir

„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta“

Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa.

Sárþjáð Mari með tárin í augunum en neitar að gefast upp

Þrátt fyrir að vera búin að hlaupa í tvo sólarhringa og vera sárþjáð vegna meiðsla í hné neitar Mari Järsk að gefast upp á HM landsliða í Bakgarðshlaupi. Hún var með tárin í augunum þegar Garpur I. Elísabetarson ræddi við hana eftir að hún hafði hlaupið 48 hringi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×