Styttist í að Íslandsmetið falli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 20:00 Það styttist í að Íslandsmetið falli. sportmyndir.is/GummiSt Það stefnir í að Íslandsmetið í bakgarðshlaupum falli í kvöld ef allt gengur upp. Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag. Ísland sendir öfluga keppendur til leiks. Fjórir af fimmtán eru enn eftir í hlaupinu, það eru þau Elísa Kristinsdóttir, Andri Guðmundsson, Þorleifur Þorleifsson og Marlena Radziszewska. Fylgst er með í beinni útsendingu hér að neðan. „Ég veit að þau skiptast á að fara niður í dali en þau vinna sig alltaf upp úr þeim, þau eru ótrúleg. Við liðsstjórar þeirra erum virkilega stolt af þeim og öllu íslenska liðinu,“ sagði Elísabet Margeirsdóttir, ein af skipuleggjendum hlaupsins um þau fjögur sem eru eftir. „Þau eru öll búin að skila sínu. Við erum í 14. sæti í landsliðakeppninni, erum búin að vinna keppnina á milli „milli stórra“ landa. Við erum í toppmálum og ég veit ekki hvað við verðum lengi hérna.“ Yfir 60 lönd sem hófu keppni en það má reikna með að veðrið á Íslandi sé erfiðara en í flestum þeirra. „Ég veit að þetta er fólk sem elskar að hlaupa úti í rigningu og roki, það er bara þannig. Það var smá hálka í gær en sem betur fer voru aðstæður frábærar í nótt og vonandi helst þetta svona í nótt.“ Íslandsmetið er 57 hringir. Ef fram heldur sem horfir verður það slegið klukkan 22.00. „Það næst alveg pottþétt. Svo er bara hvort þau fari í 60 hringina sem eru 400 kílómetrar. Veit að það er draumur margra að fara 400 kílómetra. Það er virkilega góður árangur í þessari keppni.“ „Vil líka bæta við að íslenskrar konur eru að standa sig ótrúlega vel í ofurhlaupum almennt, sérstaklega í þessum bakgarðshlaupum. Við erum með tvær konur eftir af samtals sex konum sem eru eftir í keppninni. Spurning hvort ein af þeim verði síðasta konan í þessari keppni.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag. Ísland sendir öfluga keppendur til leiks. Fjórir af fimmtán eru enn eftir í hlaupinu, það eru þau Elísa Kristinsdóttir, Andri Guðmundsson, Þorleifur Þorleifsson og Marlena Radziszewska. Fylgst er með í beinni útsendingu hér að neðan. „Ég veit að þau skiptast á að fara niður í dali en þau vinna sig alltaf upp úr þeim, þau eru ótrúleg. Við liðsstjórar þeirra erum virkilega stolt af þeim og öllu íslenska liðinu,“ sagði Elísabet Margeirsdóttir, ein af skipuleggjendum hlaupsins um þau fjögur sem eru eftir. „Þau eru öll búin að skila sínu. Við erum í 14. sæti í landsliðakeppninni, erum búin að vinna keppnina á milli „milli stórra“ landa. Við erum í toppmálum og ég veit ekki hvað við verðum lengi hérna.“ Yfir 60 lönd sem hófu keppni en það má reikna með að veðrið á Íslandi sé erfiðara en í flestum þeirra. „Ég veit að þetta er fólk sem elskar að hlaupa úti í rigningu og roki, það er bara þannig. Það var smá hálka í gær en sem betur fer voru aðstæður frábærar í nótt og vonandi helst þetta svona í nótt.“ Íslandsmetið er 57 hringir. Ef fram heldur sem horfir verður það slegið klukkan 22.00. „Það næst alveg pottþétt. Svo er bara hvort þau fari í 60 hringina sem eru 400 kílómetrar. Veit að það er draumur margra að fara 400 kílómetra. Það er virkilega góður árangur í þessari keppni.“ „Vil líka bæta við að íslenskrar konur eru að standa sig ótrúlega vel í ofurhlaupum almennt, sérstaklega í þessum bakgarðshlaupum. Við erum með tvær konur eftir af samtals sex konum sem eru eftir í keppninni. Spurning hvort ein af þeim verði síðasta konan í þessari keppni.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira