Sport

Ís­lensku liðin örugg­lega í úr­slit á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kvennalið Íslands ætlar sér sigur á EM.
Kvennalið Íslands ætlar sér sigur á EM. fimleikasamband íslands

Bæði lið Íslands í fullorðinsflokki komust í úrslit á EM í hópfimleikum í Bakú í Aserbaídsjan í dag.

Íslenska kvennaliðið varð í 2. sæti, hársbreidd á eftir Svíþjóð. Ísland fékk 17.950 fyrir dansinn, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólíni. Íslenska liðið fékk alls 53.250 stig. Svíar urðu efstir með 53.950 stig og Danir í 3. sæti með 51.200 stig.

Blandað lið Íslands varð í 4. sæti af tíu liðum. Sex þeirra komust í úrslit. Íslenska liðið fékk 51.100 stig og var 6.900 stigum á eftir Danmörku sem var hlutskörpust.

Úrslitin á EM fara fram á laugardaginn. Íslenska kvennaliðið hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari, síðast 2021.


Tengdar fréttir

Andrea setur met á EM í dag: „Við stefnum á fyrsta sætið“

Með því að hefja leika með ís­lenska kvenna­lands­liðinu í hóp­fim­leikum á Evrópu­mótinu í Bakú í dag mun Andrea Sif Péturs­dóttir, fyrir­liði liðsins setja móts­met. Hún er bjart­sýn á að Ís­land geti unnið til gull­verð­launa á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×