Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2024 16:31 Gary Neville var um tíma aðstoðarþjálfari hjá enska landsliðinu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville. Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville.
Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira