Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Brimborg og Ragnheiður Tryggvadóttir 23. október 2024 09:25 Hvenær þarf miðaldra frú í skynsemiskasti að vera 3.8 sekúndur í hundrað? Sunnudagsbíltúr á Polestar 4. Polestar 4, nýjasti rafbíll Polestar er svakalega sportlegur Coupé jepplingur sem sameinar allt það besta úr bræðrum sínum, hlaðbaknum Polestar 2 og jeppanum Polestar 3. Polestar 4 markar nokkur tímamót hjá framleiðandanum og tikkar í hin og þessi box – sneggsti bíll framleiðandans til þessa upp í hundrað eða 3.8 sekúndur, með minnsta kolefnisspor allra Polestar bíla, hrikalega töff og á að veita Porsche Macan EV, BMW iX3/X4 og Mercedes-Benz GLC hvað harðasta samkeppni. Hann er 544 hestöfl og 686 Nm í tog! Það er aldeilis, ég sem hélt að það væri nóg að komast frá A til B á sæmilega þægilegan máta. Reyndar hefur hann 590 km drægni sem dugar þangað sem ég þarf oft að fara í einum rikk og þá er stór plús að ekki tekur nema 30 mínútur að hlaða úr 10% upp í 80%. Hann er fjórhjóladrifinn sem mér finnst möst og það má víst hengja aftan í hann tvö tonn! Nú var að sjá hvort þessir töffarataktar Polestar 4 hefðu eitthvað að segja fyrir mig og mitt miðaldra skynsemiskast. Ég ákvað að skella mér í reynsluakstur austur fyrir fjall, Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka og taka Þrengslin til baka, falleg útsýnisleið sem ég fer alls ekki nógu oft. Engin afturrúða - hönnunarstælar eða snilld? Það óvenjulegasta við Polestar 4 er það að engin afturrúða er í bílnum. Þar af leiðandi er enginn baksýnisspegill fyrir ofan framrúðuna heldur er myndavél aftan á þaki bílsins sem við fylgjumst með á skjá. Þetta var miðaldra ég mjög skeptísk á. Auka myndavél, auka skjár – ég sem get varla skipt milli sjónvarpsstöðva án aðstoðar! Það sem er ansi óvenjulegt við Polestar 4 er að enginn afturgluggi er í bílnum. Myndavél er staðsett ofan á þaki bílsins sem við fylgjumst með á skjá inni í bílnum. Víðara sjónarhorn en í spegli Þetta reyndust óþarfa áhyggjur. Í fyrsta lagi lítur skjárinn alveg eins út og baksýnisspegill og er staðsettur nákvæmlega á sama stað. Ég þurfti því ekki að breyta neinu í vöðvaminninu til að líta í „spegilinn“. Myndin reyndist í talsvert víðara sjónarhorni en sést í spegli og upplausnin skýr. Það var eins og að horfa á bíómynd, eins og bílaeltingaleikur stæði sem hæst og ég væri að stinga vondu kallana af. Sem nota bene er lítið mál á Polestar 4, hann er brjálæðislega kraftmikill 544 hestöfl og ég var búin að nefna þetta með 3.8 sekúndurnar! Skjárinn er með sama lagi og baksýnisspegill og staðsettur á sama stað. Talsvert víðara sjónarhorn skilar sér á skjáinn en sést í venjulegum spegli og nánast eins og að fylgjast með bíómynd. Ég komst hinsvegar að raun um að ég nota baksýnisspegilinn vandræðalega mikið til að horfa á sjálfa mig því ég var alltaf að leita eftir eigin spegilmynd á rauðu ljósi. Reyndar er víst hægt að breyta skjánum í venjulegan spegil með einu handtaki. Hér kallar enginn hólkinn Vegna þess að enginn er afturglugginn nær toppglugginn aftur fyrir höfuð farþeganna aftur í. Ég tyllti mér í aftursætið og það var virkilega skemmtileg upplifun. Með þessari hönnun fæst meira höfuðrými aftur í og svo er rúðan í þaki bílsins svo stór að mér fannst nánast eins og ég sæti undir berum himni. Þegar ég hallaði sætinu eins langt aftur og ég gat, því jú, það er hægt að halla aftursætinu, var útsýnið frábært. Ég get ímyndað mér að lemjandi rigning eða snjókoma verði hið skemmtilegasta ferðaveður fyrir þau sem sitja aftur í í Polestar 4. Tilfinningin allt öðruvísi en venjulega aftur í bíl. Ekki vottur af innilokunarkennd eða aftursætisleiða sem sækir oft á þau sem missa af framsætinu. Hér kallar enginn „Shotgun“ það verður slegist um að sitja aftur í. Fyrir utan útsýnið geta aftursætisfarþegarnir stillt hita í sætunum og stjórnað loftflæðinu aftur í. Einnig er hægt að hlaða símann og hafa það barasta frekar næs. Ekki það að síminn er óþarfur aftur í. Það er hægt að gleyma sér í núvitundinni með því að horfa upp í himininn. Hugsiði ykkur norðurljósin, rigningu eða stórhríð! Aftursætin eru þægileg og hægt að halla þeim meira aftur og njóta þannig enn betur útsýnisins um þakgluggann. Aftursætisfarþegarnir geta hlaðið símann sinn, og stillt hitastigið og blásturinn aftur í. Bremsulaus niður Kambana Sem díseldræver hefur einsfetilsakstur (e.one pedal drive) verið mér framandi. Þetta rafbílatrix er samt dálítið sniðugt, að bíllinn bremsi sig sjálfur niður þegar inngjöfinni er sleppt og hlaði sig í leiðinni. Það er hægt að stilla einsfetilinn á standard eða low í Polestar 4 eða taka alveg af með einum smelli á flýtihnapp í stýrinu, eða á skjánum. Ég komst samt fljótlega upp á lag með einsfetilinn í standard og þegar leið á bíltúrinn steig ég varla á bremsuna. Annað sem gerir bílinn þægilegan í akstri er fjöðrunin en ég gat stillt hana á milli Firm og Nimble og eins gat ég still viðnámið í stýrinu. Búin að mastera einsfetilinn, með nimble-dempun, stýrið stillt á light og að sjálfsögðu hita í stýrinu, svifum við P4 vel samstillt niður Kambana. Veðrið var yndislegt og Suðurlandið skartaði sínu fegursta í hauststillunni. Svona eiga sunnudagsbíltúrar að vera! Stjórnskjárinn eins og opin bók 15.4 tommu stjórnskjárinn liggur lárétt á innréttingunni sem mér líkar vel. Það er eitthvað við það að hafa formið á skjánum eins og opna bók og meira að segja hægt að skipta honum um miðjuna og hafa tvær „blaðsíður“ opnar, leiðakerfið öðrumegin og amk fjóra flýtileiðahnappa hinum megin. Allar skipanir og stillingar eru aðgengilegar og ekki þarf að fletta gegnum mörg lög til að komast að því sem á að gera. Það kunni miðaldra heilinn í mér að meta. Það gerir eitthvað fyrir rýmiskenndina að hafa stjórnskjáinn á breiddina eins og opna bók. Skjánum er einnig hægt að skipta upp í "tvær síður" og draga skiptinguna til eins og hentar best. Er kominn tími á kaffi? Eitthvað fannst P4 ég samt hangsa á skjánum því allt í einu minnti hann mig á að hafa augunum á veginum! Ég hlýddi því auðvitað en móðgaðist aðeins þegar hann stakk líka upp á að ég tæki mér pásu, ég væri kannski dálítið þreytt? Lítill kaffibolli birtist á skjánum ofan við stýrið og þar náði hann mér, ég elska kaffi. Bíllinn er semsagt búinn 11 myndavélum og radagreiningu sem fylgist með og aðstoðar ökumann. Eins lét hann mig samviskusamlega vita ef ég var komin of nálægt miðlínunni og hliðarlínum, af bílum og öðrum hlutum í kringum mig og eins ef ég ók yfir merktum hámarkshraða. Ég komst að því að ég gat tekið hraðaviðvörunina af með einum smelli. Venusbleik stemmning þegar skyggja tók Bíllinn sækir nafn sitt í sólkerfið og því á vel við að velja á milli reikistjarna þegar stilla á lýsinguna inni í bílnum. Það kom virkilega vel út þegar tók að skyggja. Jörðin kastar bláum bjarma um bílinn, Venus bleikum eins og gefur að skilja, sólin rauðgulum osfrv. Lýsingin er samt settleg og mild við erum ekki að tala um nein partýlæti. Það á reyndar við um alla innréttinguna, hönnunin er stílhrein og flott og í takt við umhverfisstefnu Polestar eru sætin bólstruð með sérstöku Micro tech áklæði og teppin unnin úr endurnýttu plasti, sem kemur meðal annars úr fiskinetum. Formin eru einföld og hnitmiðuð og einhvern vegin allt alveg passlegt, ekki „of mikið“ af neinu. Þó var einn fítus dálítið skemmtilegur fyrir augað. Þegar ég stillti hitann í bílnum og styrkinn á blæstrinum birtist loftstraumurinn myndrænt á skjánum og bylgjaðist um rýmið í takt við styrkinn á blæstrinum. Kannski smá hliðarspor frá annars stílhreinu viðmóti en mér fannst það frekar flott. Geymslurýmið er alveg þokkalegt, 526 l skott og mér tókst að troða inn í það upprúllaðri svampdýnu, svefnpoka, íþróttatösku og fatapoka þegar ég sótti ungling úr útilegu. Aftursætin er hægt að fella niður og koma þar með fyrir 1.536 lítrum. Skottið gleypti auðveldlega allskonar drasl sem fylgdi unglingi í útilegu. Staðan eftir túrinn Ég viðurkenni að þegar ég sá hann fyrst sá ég okkur tvö ekki endilega ná saman, hvenær þarf miðaldra frú í skynsemiskasti minna en fjórar sekúndur að ná hundrað kílómetra hraða? En, P4 vann mig á sitt band. Fyrir það fyrsta kemst hann hátt sexhundruð kílómetra á einni hleðslu. Þá er rýmið inni í bílnum flott, þægilegt og aðgengilegt. Innréttingarnar eru stílhreinar og án allra stæla og hvernig sú óvenjulega nálgun að sleppa afturglugganum en láta loftgluggann ná svona langt aftur skapar einstaka rýmistilfinningu aftur í. Ég verð að segja það alvöru „vá faktor“ að setjast aftur í. Svo reyndist hann virkilega þægilegur í akstri, mjúkur og lipur og ekki flókið að stilla hann til, hvort sem það voru sætin, viðnám í stýri eða viðnám í dempun. Þegar ég var komin upp á lag með einsfetils aksturinn gekk allt virkilega mjúklega fyrir sig og bíllinn brást við eins og hugur minn. Svo var nóg pláss í skottinu fyrir allt mitt hafurtask. Krafturinn bar skynsemina ofurliði Stærsti plúsinn var samt krafturinn. Þar fær P4 fullt hús stiga. Auðvitað segir skynsemin mér að það sé nóg að komast örugglega og sæmilega þægilega milli staða, hversu hratt sé aukaatriði. En, það er bara svo brjálæðislega gaman að keyra þennan bíl og finna viðbragðið. Þið verðið að prófa. Minn trausti tuttugu ára dísiltrukkur sem beið heima þarf virkilega að fara að passa sig. Ég þarf reyndar að safna slatta af milljónum áður en ég get skellt mér á hann, Polestar 4 LRDM Plus kostar rétt um tólf og hálfa milljón og LRDM Performance þrettán komma þrjár. Spurning hvort trukkurinn verði tekinn upp í? Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Polestar 4 markar nokkur tímamót hjá framleiðandanum og tikkar í hin og þessi box – sneggsti bíll framleiðandans til þessa upp í hundrað eða 3.8 sekúndur, með minnsta kolefnisspor allra Polestar bíla, hrikalega töff og á að veita Porsche Macan EV, BMW iX3/X4 og Mercedes-Benz GLC hvað harðasta samkeppni. Hann er 544 hestöfl og 686 Nm í tog! Það er aldeilis, ég sem hélt að það væri nóg að komast frá A til B á sæmilega þægilegan máta. Reyndar hefur hann 590 km drægni sem dugar þangað sem ég þarf oft að fara í einum rikk og þá er stór plús að ekki tekur nema 30 mínútur að hlaða úr 10% upp í 80%. Hann er fjórhjóladrifinn sem mér finnst möst og það má víst hengja aftan í hann tvö tonn! Nú var að sjá hvort þessir töffarataktar Polestar 4 hefðu eitthvað að segja fyrir mig og mitt miðaldra skynsemiskast. Ég ákvað að skella mér í reynsluakstur austur fyrir fjall, Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka og taka Þrengslin til baka, falleg útsýnisleið sem ég fer alls ekki nógu oft. Engin afturrúða - hönnunarstælar eða snilld? Það óvenjulegasta við Polestar 4 er það að engin afturrúða er í bílnum. Þar af leiðandi er enginn baksýnisspegill fyrir ofan framrúðuna heldur er myndavél aftan á þaki bílsins sem við fylgjumst með á skjá. Þetta var miðaldra ég mjög skeptísk á. Auka myndavél, auka skjár – ég sem get varla skipt milli sjónvarpsstöðva án aðstoðar! Það sem er ansi óvenjulegt við Polestar 4 er að enginn afturgluggi er í bílnum. Myndavél er staðsett ofan á þaki bílsins sem við fylgjumst með á skjá inni í bílnum. Víðara sjónarhorn en í spegli Þetta reyndust óþarfa áhyggjur. Í fyrsta lagi lítur skjárinn alveg eins út og baksýnisspegill og er staðsettur nákvæmlega á sama stað. Ég þurfti því ekki að breyta neinu í vöðvaminninu til að líta í „spegilinn“. Myndin reyndist í talsvert víðara sjónarhorni en sést í spegli og upplausnin skýr. Það var eins og að horfa á bíómynd, eins og bílaeltingaleikur stæði sem hæst og ég væri að stinga vondu kallana af. Sem nota bene er lítið mál á Polestar 4, hann er brjálæðislega kraftmikill 544 hestöfl og ég var búin að nefna þetta með 3.8 sekúndurnar! Skjárinn er með sama lagi og baksýnisspegill og staðsettur á sama stað. Talsvert víðara sjónarhorn skilar sér á skjáinn en sést í venjulegum spegli og nánast eins og að fylgjast með bíómynd. Ég komst hinsvegar að raun um að ég nota baksýnisspegilinn vandræðalega mikið til að horfa á sjálfa mig því ég var alltaf að leita eftir eigin spegilmynd á rauðu ljósi. Reyndar er víst hægt að breyta skjánum í venjulegan spegil með einu handtaki. Hér kallar enginn hólkinn Vegna þess að enginn er afturglugginn nær toppglugginn aftur fyrir höfuð farþeganna aftur í. Ég tyllti mér í aftursætið og það var virkilega skemmtileg upplifun. Með þessari hönnun fæst meira höfuðrými aftur í og svo er rúðan í þaki bílsins svo stór að mér fannst nánast eins og ég sæti undir berum himni. Þegar ég hallaði sætinu eins langt aftur og ég gat, því jú, það er hægt að halla aftursætinu, var útsýnið frábært. Ég get ímyndað mér að lemjandi rigning eða snjókoma verði hið skemmtilegasta ferðaveður fyrir þau sem sitja aftur í í Polestar 4. Tilfinningin allt öðruvísi en venjulega aftur í bíl. Ekki vottur af innilokunarkennd eða aftursætisleiða sem sækir oft á þau sem missa af framsætinu. Hér kallar enginn „Shotgun“ það verður slegist um að sitja aftur í. Fyrir utan útsýnið geta aftursætisfarþegarnir stillt hita í sætunum og stjórnað loftflæðinu aftur í. Einnig er hægt að hlaða símann og hafa það barasta frekar næs. Ekki það að síminn er óþarfur aftur í. Það er hægt að gleyma sér í núvitundinni með því að horfa upp í himininn. Hugsiði ykkur norðurljósin, rigningu eða stórhríð! Aftursætin eru þægileg og hægt að halla þeim meira aftur og njóta þannig enn betur útsýnisins um þakgluggann. Aftursætisfarþegarnir geta hlaðið símann sinn, og stillt hitastigið og blásturinn aftur í. Bremsulaus niður Kambana Sem díseldræver hefur einsfetilsakstur (e.one pedal drive) verið mér framandi. Þetta rafbílatrix er samt dálítið sniðugt, að bíllinn bremsi sig sjálfur niður þegar inngjöfinni er sleppt og hlaði sig í leiðinni. Það er hægt að stilla einsfetilinn á standard eða low í Polestar 4 eða taka alveg af með einum smelli á flýtihnapp í stýrinu, eða á skjánum. Ég komst samt fljótlega upp á lag með einsfetilinn í standard og þegar leið á bíltúrinn steig ég varla á bremsuna. Annað sem gerir bílinn þægilegan í akstri er fjöðrunin en ég gat stillt hana á milli Firm og Nimble og eins gat ég still viðnámið í stýrinu. Búin að mastera einsfetilinn, með nimble-dempun, stýrið stillt á light og að sjálfsögðu hita í stýrinu, svifum við P4 vel samstillt niður Kambana. Veðrið var yndislegt og Suðurlandið skartaði sínu fegursta í hauststillunni. Svona eiga sunnudagsbíltúrar að vera! Stjórnskjárinn eins og opin bók 15.4 tommu stjórnskjárinn liggur lárétt á innréttingunni sem mér líkar vel. Það er eitthvað við það að hafa formið á skjánum eins og opna bók og meira að segja hægt að skipta honum um miðjuna og hafa tvær „blaðsíður“ opnar, leiðakerfið öðrumegin og amk fjóra flýtileiðahnappa hinum megin. Allar skipanir og stillingar eru aðgengilegar og ekki þarf að fletta gegnum mörg lög til að komast að því sem á að gera. Það kunni miðaldra heilinn í mér að meta. Það gerir eitthvað fyrir rýmiskenndina að hafa stjórnskjáinn á breiddina eins og opna bók. Skjánum er einnig hægt að skipta upp í "tvær síður" og draga skiptinguna til eins og hentar best. Er kominn tími á kaffi? Eitthvað fannst P4 ég samt hangsa á skjánum því allt í einu minnti hann mig á að hafa augunum á veginum! Ég hlýddi því auðvitað en móðgaðist aðeins þegar hann stakk líka upp á að ég tæki mér pásu, ég væri kannski dálítið þreytt? Lítill kaffibolli birtist á skjánum ofan við stýrið og þar náði hann mér, ég elska kaffi. Bíllinn er semsagt búinn 11 myndavélum og radagreiningu sem fylgist með og aðstoðar ökumann. Eins lét hann mig samviskusamlega vita ef ég var komin of nálægt miðlínunni og hliðarlínum, af bílum og öðrum hlutum í kringum mig og eins ef ég ók yfir merktum hámarkshraða. Ég komst að því að ég gat tekið hraðaviðvörunina af með einum smelli. Venusbleik stemmning þegar skyggja tók Bíllinn sækir nafn sitt í sólkerfið og því á vel við að velja á milli reikistjarna þegar stilla á lýsinguna inni í bílnum. Það kom virkilega vel út þegar tók að skyggja. Jörðin kastar bláum bjarma um bílinn, Venus bleikum eins og gefur að skilja, sólin rauðgulum osfrv. Lýsingin er samt settleg og mild við erum ekki að tala um nein partýlæti. Það á reyndar við um alla innréttinguna, hönnunin er stílhrein og flott og í takt við umhverfisstefnu Polestar eru sætin bólstruð með sérstöku Micro tech áklæði og teppin unnin úr endurnýttu plasti, sem kemur meðal annars úr fiskinetum. Formin eru einföld og hnitmiðuð og einhvern vegin allt alveg passlegt, ekki „of mikið“ af neinu. Þó var einn fítus dálítið skemmtilegur fyrir augað. Þegar ég stillti hitann í bílnum og styrkinn á blæstrinum birtist loftstraumurinn myndrænt á skjánum og bylgjaðist um rýmið í takt við styrkinn á blæstrinum. Kannski smá hliðarspor frá annars stílhreinu viðmóti en mér fannst það frekar flott. Geymslurýmið er alveg þokkalegt, 526 l skott og mér tókst að troða inn í það upprúllaðri svampdýnu, svefnpoka, íþróttatösku og fatapoka þegar ég sótti ungling úr útilegu. Aftursætin er hægt að fella niður og koma þar með fyrir 1.536 lítrum. Skottið gleypti auðveldlega allskonar drasl sem fylgdi unglingi í útilegu. Staðan eftir túrinn Ég viðurkenni að þegar ég sá hann fyrst sá ég okkur tvö ekki endilega ná saman, hvenær þarf miðaldra frú í skynsemiskasti minna en fjórar sekúndur að ná hundrað kílómetra hraða? En, P4 vann mig á sitt band. Fyrir það fyrsta kemst hann hátt sexhundruð kílómetra á einni hleðslu. Þá er rýmið inni í bílnum flott, þægilegt og aðgengilegt. Innréttingarnar eru stílhreinar og án allra stæla og hvernig sú óvenjulega nálgun að sleppa afturglugganum en láta loftgluggann ná svona langt aftur skapar einstaka rýmistilfinningu aftur í. Ég verð að segja það alvöru „vá faktor“ að setjast aftur í. Svo reyndist hann virkilega þægilegur í akstri, mjúkur og lipur og ekki flókið að stilla hann til, hvort sem það voru sætin, viðnám í stýri eða viðnám í dempun. Þegar ég var komin upp á lag með einsfetils aksturinn gekk allt virkilega mjúklega fyrir sig og bíllinn brást við eins og hugur minn. Svo var nóg pláss í skottinu fyrir allt mitt hafurtask. Krafturinn bar skynsemina ofurliði Stærsti plúsinn var samt krafturinn. Þar fær P4 fullt hús stiga. Auðvitað segir skynsemin mér að það sé nóg að komast örugglega og sæmilega þægilega milli staða, hversu hratt sé aukaatriði. En, það er bara svo brjálæðislega gaman að keyra þennan bíl og finna viðbragðið. Þið verðið að prófa. Minn trausti tuttugu ára dísiltrukkur sem beið heima þarf virkilega að fara að passa sig. Ég þarf reyndar að safna slatta af milljónum áður en ég get skellt mér á hann, Polestar 4 LRDM Plus kostar rétt um tólf og hálfa milljón og LRDM Performance þrettán komma þrjár. Spurning hvort trukkurinn verði tekinn upp í?
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira