„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 21:16 Andri Lucas skoraði annað mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58