Innlent

Við­brögð stjórnar­and­stöðunnar, rödd al­mennings og lands­leikur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Íslands ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag.

Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá Staðastað, skrifstofu forseta í miðborginni. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gekk á fund forseta klukkan 17:30 og Svandís Svavarsdóttir formaður VG gengur á fund hans klukkan 18:15. 

Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er létt yfir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. Svo heyrum við í almenningi um hraða atburðarrás síðustu sólarhringa. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka kemur í myndver og rýnir í hvaða áhrif óvissan í stjórnmálunum hefur á hagkerfið.

Í íþróttapakkanum verðum við í beinni útsendingu frá Laugardalsvelli, þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Tyrklandi. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×