Åge bjartsýnn: „Verðum að stöðva Aktürkoglu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2024 15:32 Åge Hareide segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í slaginn í kvöld fyrir utan Jón Dag Þorsteinsson og Stefán Teit Þórðarson sem taka út leikbann. vísir/sigurjón Åge Hareide vonast til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta nýti meðbyrinn frá því í seinni hálfleik gegn Wales í leiknum gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér líður vel því við enduðum síðasta leik vel. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Ég held að strákarnir séu undirbúnir,“ sagði Åge í samtali við íþróttadeild í gær. Ljóst er að hann þarf að gera tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Wales, sem endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni. Breytingar verða þó allavega þrjár því Logi Tómasson, hetjan frá leiknum gegn Wales, verður einnig í byrjunarliðinu. „Logi gerði mjög vel þegar hann kom inn á og hann byrjar. Við sjáum á morgun [í dag] hvaða liði við munum stilla upp. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta komið inn og gert vel,“ sagði Åge og bætti við að engin meiðsli hefðu komið upp í íslenska hópnum frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. „Við æfðum við frábærar aðstæður í Hafnarfirði og það hefur verið gott. Fyrst var endurheimt eftir erfiðan leik gegn Wales. Drengirnir líta ágætlega út og við hlökkum til leiksins.“ Klippa: Viðtal við Åge Hareide- Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tyrklandi, 3-1. Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk Tyrkja í leiknum í Izmir. „Við verðum að stöðva hann en það eru margir góðir leikmenn í tyrkneska liðinu,“ sagði Åge. „Við einbeitum okkur að okkar liði en vonandi getum við haldið þeim í skefjum og einnig boðið upp á sóknarfótbolta.“ Horfa má á viðtalið við Åge í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
„Mér líður vel því við enduðum síðasta leik vel. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Ég held að strákarnir séu undirbúnir,“ sagði Åge í samtali við íþróttadeild í gær. Ljóst er að hann þarf að gera tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Wales, sem endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni. Breytingar verða þó allavega þrjár því Logi Tómasson, hetjan frá leiknum gegn Wales, verður einnig í byrjunarliðinu. „Logi gerði mjög vel þegar hann kom inn á og hann byrjar. Við sjáum á morgun [í dag] hvaða liði við munum stilla upp. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta komið inn og gert vel,“ sagði Åge og bætti við að engin meiðsli hefðu komið upp í íslenska hópnum frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. „Við æfðum við frábærar aðstæður í Hafnarfirði og það hefur verið gott. Fyrst var endurheimt eftir erfiðan leik gegn Wales. Drengirnir líta ágætlega út og við hlökkum til leiksins.“ Klippa: Viðtal við Åge Hareide- Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tyrklandi, 3-1. Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk Tyrkja í leiknum í Izmir. „Við verðum að stöðva hann en það eru margir góðir leikmenn í tyrkneska liðinu,“ sagði Åge. „Við einbeitum okkur að okkar liði en vonandi getum við haldið þeim í skefjum og einnig boðið upp á sóknarfótbolta.“ Horfa má á viðtalið við Åge í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20
Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33
Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56
„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02