Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 23:02 Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu virðast alls ekki vera að nálgast sitt fyrsta stórmót á ferlinum. Getty/Christian Bruna Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1. Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1.
Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira