Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 07:02 Andri Lucas Guðjohnsen er ekki lengur lítill og alls ekki feitlaginn. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Wales á föstudaginn og spilar væntanlega gegn Tyrkjum í kvöld. vísir/Anton Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira