Sektum rignir á NFL-leikmenn vegna byssufagna Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:00 Patrick Mahomes má ekki fagna hvernig sem er í NFL-deildinni. Vísir/Getty NFL-deildin í Bandaríkjunum tekur hart á hvers kyns fagnaðarlátum leikmanna deildarinnar sem tengjast skotvopnum. Fjölmargir leikmenn hafa verið sektaðir vegna þessa síðustu vikurnar. Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“ NFL Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“
NFL Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira