Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2024 09:02 Andrea Sif Pétursdóttir er landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum og er með mikla stórmótareynslu. Vísir/Einar Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði. Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“ EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“
EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti