Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 21:07 Åge Hareide og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarmaður hans, á bekknum á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Anton „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39
Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45