Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson klappaði fyrir stuðningsmönnum sem mættu til Helsinki. Getty/Stephen McCarthy „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira