Um er að ræða 158 fermetra eign á annarri hæð í snyrtilegu þríbýlishúsi sem var byggt árið 1962. Þar af er 23 fermetra bílskúr.
Eignin er vel skipulögð og skiptist í forstofu, eldhús, opnar og rúmgóðar stofur, þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Úr stofurýminu er útgengt á tvennar svalir með stórbrotnu útsýni yfir Fossvogsdalinn.
Við húsið er sameiginlegur og gróinn garður. Parið greiddi 93 milljónir fyrir íbúðina.


Ást á setti
Aldís og Kolbeinn eru Íslendingum að góðu kunn úr spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2022. Parið kynntist við tökur á þáttaröðinni en opinberuðu samband sitt árið 2022.
Önnur þáttaröð af Svörtu söndum hefur hafið göngu sína á Stöð 2 en fyrsti þátturinn var frumsýndur síðastliðið sunnudagskvöld.
