Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:31 Estelle Cascarino með boltann í leiknum í gær, en hún kastaði upp á gervigrasið, í leiknum við Sædísi Rún Heiðarsdóttur og stöllur í Vålerenga. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira