Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:01 Heimir Hallgrímsson ræðir við írska blaðamenn. getty/Stephen McCarthy Til þess að freista þess að koma írska fótboltalandsliðinu á sigurbraut hefur Heimir Hallgrímsson hrist upp í hlutunum hjá því. Írar mæta Finnum í Helsinki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Írska liðið æfði í morgun en ekki síðdegis eins og það hefur venjulega gert fyrir leiki. „Ég vil gera þetta svona. Segjum að margir þjálfarar æfi á sama tíma og leikir hefjast. Það myndi þýða að við værum bara að bíða eftir æfingunni. Í staðinn klárum við hana og leikmennirnir geta svo gert það sem þeir vilja. Sumir þurfa sennilega meiri svefn og þeir geta lagt sig eftir æfingu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í dag. Hann segir að það sé hluti af landsliðsþjálfarastarfinu að fá lítinn tíma til æfinga. „Eins og ég hef svo oft sagt er það svo frábrugðið að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila á sunnudaginn, þeir koma svo og geta ekki æft á mánudegi svo í gær var eina alvöru æfingin okkar. Það er eina skiptið sem við höfum alla leikmennina þegar þeir líkamlega tilbúnir,“ sagði Heimir. „Í fyrramálið liðkum við okkur til og spilum svo um kvöldið. Ég vil gera þetta svona og ég held að það sé betra í því umhverfi sem við erum í og sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég held að það sé gott að æfa snemma og leikmennirnir geti svo valið hvað þeir gera það sem eftir er dagsins.“ Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Heimis og hafa tapað ellefu af síðustu þrettán keppnisleikjum sínum. „Ég myndi ekki segja að þetta sé taphrina en ef þú ert í erfiðleikum er gott að gera eitthvað öðruvísi í öðru landi, öðru umhverfi, hrista upp í hlutunum. Leikmennirnir eru meira saman og eru nánari. Það er gott fyrir liðið,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Sjá meira
Írar mæta Finnum í Helsinki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Írska liðið æfði í morgun en ekki síðdegis eins og það hefur venjulega gert fyrir leiki. „Ég vil gera þetta svona. Segjum að margir þjálfarar æfi á sama tíma og leikir hefjast. Það myndi þýða að við værum bara að bíða eftir æfingunni. Í staðinn klárum við hana og leikmennirnir geta svo gert það sem þeir vilja. Sumir þurfa sennilega meiri svefn og þeir geta lagt sig eftir æfingu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í dag. Hann segir að það sé hluti af landsliðsþjálfarastarfinu að fá lítinn tíma til æfinga. „Eins og ég hef svo oft sagt er það svo frábrugðið að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila á sunnudaginn, þeir koma svo og geta ekki æft á mánudegi svo í gær var eina alvöru æfingin okkar. Það er eina skiptið sem við höfum alla leikmennina þegar þeir líkamlega tilbúnir,“ sagði Heimir. „Í fyrramálið liðkum við okkur til og spilum svo um kvöldið. Ég vil gera þetta svona og ég held að það sé betra í því umhverfi sem við erum í og sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég held að það sé gott að æfa snemma og leikmennirnir geti svo valið hvað þeir gera það sem eftir er dagsins.“ Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Heimis og hafa tapað ellefu af síðustu þrettán keppnisleikjum sínum. „Ég myndi ekki segja að þetta sé taphrina en ef þú ert í erfiðleikum er gott að gera eitthvað öðruvísi í öðru landi, öðru umhverfi, hrista upp í hlutunum. Leikmennirnir eru meira saman og eru nánari. Það er gott fyrir liðið,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Sjá meira