Enski boltinn

Leik­maður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Levi Colwill hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir England.
Levi Colwill hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir England. getty/Eddie Keogh

Þrátt fyrir að þéna vel býr Levi Colwill, leikmaður Chelsea, enn með foreldrum sínum, yngri bróður og hundi í Southampton.

Það tekur Colwill fjóra klukkutíma að komast á æfingar, enda er Southampton 113 kílómetra í burtu, en honum finnst það ekkert tiltökumál.

„Ég umgengst fólkið sem ég ólst upp með. Að vera tengdur þeim er kjarni lífs míns. Ég er mjög ánægður að hafa farið aftur og hitti fjölskyldu og vini svona oft,“ sagði Colwill.

„Það sést sennilega á vellinum. Það er frábært að vera í búbblu þegar þú ert hjá félaginu þínu en heima er lífið rólegra og friðsamara. Ég er með fólki sem vinnur venjulega 8-5 vinnu. Að umgangast það sýnir þér þeirra hlið og þú metur þitt líf þá enn meira. Ég flutti aftur heim og ferðast alla daga.“

Sem fyrr sagði finnst Colwill ekkert mál að ferðast í svona langan tíma til að komast til og frá á æfingar.

„Allir halda að aksturinn sé verri en hann er. Þetta er allt í lagi. Það skiptir engu hversu langur dagurinn hefur verið því þegar ég kem aftur heim og hitti hundinn, mömmu og pabba og litla bróður skiptir það öllu máli,“ sagði Colwill sem er í enska landsliðshópnum sem mætir Grikklandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni í þessum mánuði.

Colwill er uppalinn hjá Chelsea en var lánaður til Huddersfield Town tímabilið 2021-22 og til Brighton 2022-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×