Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:02 Heimir Hallgrímsson er undir mikilli pressu að mati Richard Dunne, sem á sínum tíma lék 80 A-landsleiki. Samsett/Getty Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira