Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 09:28 Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“ Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira