Innlent

Á­tök í mið­austur­löndum, ný for­ysta VG og mál­lýska unga fólksins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Beirút, höfuðborg Líbanon, er líkt við stríðssvæði. Ísraelsmenn og Hezbollah samtökin hafa gert árásir á báða bóga á landamærunum í dag á sama tíma og fólk á Gasasvæðinu er hvatt til að flýja. Lögregla þurfti að hafa afskipti af mótmælendum í Reykjavík á samstöðufundi fyrir Palestínu.

Svandís Svavarsdóttir var kjörinn formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hlaut afgerandi kosningu í embætti varaformanns. Fyrsta verk á dagskrá verður að rífa upp fylgi flokksins og ná betur til fólks.

Við kynnum okkur nýja mállýsku sem hefur náð fótfestu meðal ungs fólks á Íslandi. Stofnanir og fyrirtæki keppast við að gera grín að orðunum, við misgóðar undirtektir.

Þá kynnum við okkur stóran áfanga í kortasögu Íslands, skoðum vita í Vestmannaeyjum sem hefur fengið andlitslyftingu og verðum í beinni útsendingu frá dauðarokkhátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×