Leeds var 1-2 yfir þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma á Leikvangi ljóssins í gær. Heimamenn í Sunderland gerðu örvæntingarfull tilraun til að jafna og Alan Browne sendi boltann inn á vítateig gestanna. Hann bjóst eflaust ekki við að nokkrum sekúndum seinna myndi hann fagna marki.
Boltinn skoppaði einu sinni fyrir framan Meslier og fór svo á ótrúlegan hátt milli fóta hans og í markið. Ótrúleg mistök hjá Frakkanum en Sunderland-menn fögnuðu dramatísku jöfnunarmarki. Mistökin hjá Meslier má sjá hér fyrir neðan.
😨 LATE drama! #EFL | #SkyBetChampionship pic.twitter.com/UwdRIGYPcU
— Sky Bet Championship (@SkyBetChamp) October 4, 2024
Daniel Farke, knattspyrnustjóri Leeds, sagði að Meslier hefði verið niðurbrotinn eftir leikinn.
„Í svona stöðu þarftu ekki að tala við Illan. Hann er sorgmæddasti maðurinn í búningsklefanum. Hann er nánast grátandi,“ sagði Farke og bætti við að hann hefði aldrei upplifað neitt þessu slíkt á þrjátíu ára ferli í fótbolta.
Ef Leeds hefði unnið hefði liðið jafnað Sunderland að stigum á toppi deildarinnar. Þrjú stig skilja liðin enn að.