Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. október 2024 19:20 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, tapaði í kjöri um 1. varaformann BSRB í dag. Vísir/Ívar Fannar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, felldi Þórarin Eyfjörð, formann Sameykis, í kjöri um 1. varaformann BSRB á þingi bandalagsins í dag. Þórarinn heldur að ákveðnir þingfulltrúar hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu. Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum. Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum.
Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49