Lífið

Simmi Vill og Sunn­eva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stjörnum prýdd frumsýning á kvikmyndinni Joker: Folie á Deux fór fram í Sambíóunum í Kringlunni í vikunni.
Stjörnum prýdd frumsýning á kvikmyndinni Joker: Folie á Deux fór fram í Sambíóunum í Kringlunni í vikunni.

Húsfyllir og frábær stemning var á frumsýningu framhaldsmyndarinnar Joker: Folie á Deux í Sambíóunum Kringlunni í vikunni. 

Meðal gesta voru leikarahjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson, Sunneva Einars og Birta Líf Ólafsdóttir áhrifavaldar, Sigmar Vilhjálmsson, DJ Danni Deluxe, Ásgeir Kolbeinsson, Hera Gísladóttir og fleiri góðir gestir.

Sálfræðitryllirinn Joker naut mikilla vinsælda fyrir fimm árum með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Stóru fréttirnar eru að myndin er söngleikur og Lady Gaga deilir skjánum með Phoenix.

Gaga leikur sálfræðinginn Harley Quinn sem í teiknimyndasögunum fær Jókerinn á heilann og verður ástfangin af honum. Það er spurning hvernig það verður útfært í myndinni en „folie à deux“ vísar í tegund af geðröskun sem er betur þekkt sem „shared delusional disorder“ eða hugvilluröskun sem „smitast“ frá einum einstakling til annars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×