Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 12:32 Luis Enrique ræðir við Kylian Mbappé. getty/Jose Breton Í nýrri heimildamynd um Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, sést hann húðskamma stórstjörnuna Kylian Mbappé. Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00