Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 11:31 Á myndinni má sjá áhrif rafmagnstruflana í gær. Rarik Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“ Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“
Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira