Handbolti

Ní­tján marka stór­sigur hjá Haukum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elín Klara varð markahæst í leiknum með 7 mörk úr 10 skotum.
Elín Klara varð markahæst í leiknum með 7 mörk úr 10 skotum. Vísir / Hulda Margrét

Gróttu beið afar slæmt tap þegar liðið heimsótti Hauka í fjórðu umferð Olís deildar kvenna. 30-11 urðu lokatölur, Haukum í vil.

Grótta byrjaði leikinn ágætlega og tók meira að segja forystuna fyrst um sinn, en heimakonur höfðu öll völd á vellinum eftir það.

Staðan í hálfleik var 16-7 og gestirnir komu aðeins fjórum fleiri mörkum að í seinni hálfleik. Lokaniðurstaða 30-11 í þægilegum sigri fyrir Hauka.

Markmenn Hauka vörðu hlutfallslega vel, en fengu mjög fá skot á sig, 12 varin af 23 skotum.

Í sókninni fór Elín Klara mestan, með 7 mörk úr 10 skotum, auk þess að gefa 7 stoðsendingar.

Haukar hafa nú unnið þrjá af fjórum leikjum í upphafi tímabils, tapið kom gegn Fram í annarri umferð. Grótta vann gegn Selfossi í þeirri umferð, en hefur tapað hinum þremur leikjunum.

Liðin sitja í 3. og 6. sæti deildarinnar, en hafa spilað einum fleiri leik en hin liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×