Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa 2. október 2024 13:51 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún segir ágætan skrið í viðræðunum við SFV. Vísir/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum. Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28