Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 10:04 Anna Margrét og Erna hafa sett vefsíðu í loftið til að auðvelda fólki í auglýsingaiðnaði að koma efni sínu á framfæri. Herferð Fjölmiðla-, markaðs- og almannatengslakonurnar Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir hafa sett nýjan vefmiðil í loftið sem er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaði á Íslandi. Miðillinn heitir Herferð. „Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira