Fótbolti

Klopp heiðraður af Þýskalandsforseta

Valur Páll Eiríksson skrifar
Klopp ásamt Frank-Walter Steinmeier, Þýskalandsforseta.
Klopp ásamt Frank-Walter Steinmeier, Þýskalandsforseta. Bernd von Jutrczenka/picture alliance via Getty Images

Fótboltaþjálfarinn Jürgen Klopp var í dag heiðraður af forseta Þýskalands vegna vinnu hans í þágu þýska ríkisins.

Frank-Walter Steinmeier heiðraði Klopp í dag og sæmdi hann heiðursorðu Þýskalands. 28 þýskir ríkisborgarar voru heiðraðir í Bellevue-höllinni í dag í tilefni af degi þýskrar einingar.

Klopp þykir hafa sýn framúrskarandi skuldbindingu við gildi lýðræðisins og var heiðraður fyrir að sýna Þýskaland í góðu ljósi á erlendri grundu. Klopp var þar til í sumar þjálfari Liverpool á Englandi, starf sem hann hafði sinnt frá 2015.

Áður þjálfaði hann uppeldisfélag sitt Mainz, auk Borussia Dortmund í Þýskalandi, við góðan orðstír.

Klopp er 57 ára gamall og hefur ekki útilokað að þjálfaraflautan sé komin á hilluna. Hann virðist í það minnsta ekki bíða næsta þjálfarastarfs í ofvæni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×