Ronaldo benti til himins: „Vildi að pabbi væri enn á lífi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:03 Cristiano Ronaldo skoraði enn eitt markið á ferlinum í gær. Getty/Mohammed Dabbous Cristiano Ronaldo hélt áfram að nálgast þúsundasta markið á ferlinum í gær þegar hann skoraði í sigri Al-Nassr. Hann tileinkaði markið föður sínum heitnum, José Dinis Aveiro. Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh Sádiarabíski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira