AEK hafði betur, 2-0, en liðið komst yfir á 30. mínútu þegar Frantzdy Pierrot skoraði. Noureddine Amrabat skoraði seinna markið af vítapunktinum í uppbótartíma.
Sverrir lék allan leikinn fyrir Panathinaikos sem er enn án Harðar Björgvins Magnússonar sem er að vinna sig til baka úr erfiðum meiðslum.
AEK er nú á toppi deildarinnar eftir sex umferðir, með 14 stig og stigi á undan Olympiacos og PAOK, en Panathinaikos er með átta stig í sjöunda sæti.
Kolbeinn ekki með gegn AZ
Landsliðsbakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson kom ekkert við sögu þegar lið hans Utrecht vann afar góðan 2-1 útisigur gegn AZ í hollensku úrvalsdeildinni.
Kolbeinn fylgdist með leiknum af varamannabekknum og sá félaga sína lenda undir en ná að knýja fram sigur.
Með sigrinum komst Utrecht í 13 stig og er liðið í 4. sæti, nú þremur stigum á eftir AZ sem er í 2. sæti. PSV Eindhoven er á toppnum með 21 stig eftir sjö leiki. Utrecht á leik til góða á AZ og tvo leiki til góða á PSV.