Íslenski boltinn

KR upp um deild og Haukar tóku við bikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
Bikarinn á loft, eftir sigurinn í 2. deild.
Bikarinn á loft, eftir sigurinn í 2. deild. vísir/Hulda Margrét

KR-konur fögnuðu vel og innilega í dag eftir að hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni í fótbolta á næsta ári, í lokaumferð 2. deildarinnar.

Haukar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og tóku við verðlaunum sínum eftir 3-0 sigur gegn Völsungi í lokaumferðinni í dag.

Völsungur var í harðri keppni við KR um að komast upp en endaði þremur stigum á eftir KR-ingum, í 3. sæti.

KR vann nefnilega 2-1 sigur gegn Einherja, þrátt fyrir að lenda undir þegar Karólína Dröfn Jónsdóttir skoraði á 21. mínútu. Makayla Soll jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks og Anna María Bergþórsdóttir skoraði svo sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik.

Haukakonur enduðu þó langefstar í deildinni með 53 stig, eftir aðeins eitt tap á tímabilinu, en KR hlaut 45 stig og Völsungur 42.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fögnuði Haukakvenna í dag.

Haukaliðið, þjálfarar og stuðningsmenn skemmta sér í dag.vísir/Hulda Margrét
Kristín Fjóla Sigþórsdóttir fyrirliði tók við bikarnum í dag.vísir/Hulda Margrét
Haukakonur fögnuðu þremur mörkum í lokaleiknum í dag.vísir/Hulda Margrét
Fyrirliðinn Kristín Fjóla Sigþórsdóttir á ferðinni í dag.vísir/Hulda Margrét
Haukar töpuðu aðeins einum leik í 2. deildinni í sumar.vísir/Hulda Margrét
Þjálfarateymi Hauka. Hörður Bjarnar Hallmarsson aðalþjálfari er með bikarinn en hann er aðeins 25 ára gamall.vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×