Hamra járnið meðan það er heitt í mansalsmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 19:30 Natlia Ollus er forstöðukona European Institute for Crime Prevention and Control (HEUNI). Vísir/Einar Finnskur sérfræðingur í hvernig taka eigi á vinnumansali segir Íslendinga verða að skerpa á því hvernig taka eigi á mansali. Mikilvægt sé að hamra járnið á meðan það er heitt líkt og nú eftir mál Quang Le. Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar
Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira