Telur sig geta fyllt skarð Rodri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 12:33 Matheus Nunes og Rico Lewis fagna marki þess fyrrnefnda í sigri Manchester City á Watford í enska deildabikarnum. getty/Carl Recine Ekki vantar sjálfstraustið í Matheus Nunes, leikmann Manchester City. Hann telur að hann geti fyllt skarð Rodris sem verður frá keppni næstu mánuðina vegna alvarlegra meiðsla. Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira