Krefjast aðgerða vegna verðlaunahafa Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 11:02 Ivan Litvinovich hefur unnið tvenn ólympíugull í áhaldafimleikum. Getty/Jamie Squire Verðlaunahafar Hvíta-Rússlands frá Ólympíuleikunum í París í sumar virðast hafa brotið reglur um hlutleysi þegar þeir tóku við viðurkenningum frá Alexander Lukashenko, forseta landsins. Úkraínumenn krefjast aðgerða. Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira